Englahúfa Gleym mér ei og Stroff - samprjón

Englahúfan er samstarfsverkefni Gleym mér ei og STROFF, en Gleym mér ei er styrktarfélag til stuðnings við foreldra sem missa barn á meðgöngu og í/eftir fæðingu.  

Englahúfa Gleym mér ei og Stroff - samprjón

Uppskriftin er af húfu fyrir þá litlu engla sem koma í heiminn og yfirgefa okkur snemma á lífsleiðinni. Uppskriftin er frí og er hægt að nálgast hana með því að smella hér. 

Garnið sem uppskriftin miðar við er sérvalið - lungamjúk blanda af extrafínni merino ull, silki og kasmírull. Tegundin heitir Feeling frá Lana Gatto og fæst hér. 
Einnig er hægt að nota Super Soft frá Lana Gatto
Stroff gefur 25% afslátt af Feeling og Super Soft garninu næstu daga með afsláttarkóðanum ENGLAR

Prjónahópurinn Prjónaró stendur fyrir fyrir samprjóni á húfunni fyrir Gleym mér ei styrktarfélag. Húfurnar sem verða til í samprjóninu er ætlunin að gefa Gleym mér ei og vökudeild Landspítalans. Við hvetjum alla sem ætla að taka þátt til að finna Facebook hópinn fyrir samprjónið og ganga í hann með því að smella hér. Þar er allar helstu upplýsingar að finna.

Samprjónið stendur til 23. mars, og er hægt að skila húfum inn í samprjónið þangað til. Ætlunin er svo að afhenda Gleym mér ei og vökudeildinni húfurnar þann 25. mars. 

Gleym mér ei óskar sérstaklega eftir því að þrjár minnstu stærðirnar séu prjónaðar úr ljósum hlutlausum litum (hvítt / off white / beige / ljósgrátt t.d.), en stærri stærðirnar mega endilega vera úr allskonar litum. 

Til 23. mars er hægt að skila húfum á eftirtaldar staðsetningar: 

Reykjavík
  • Stroff verzlun - Skipholti 25
  • Asparfell 12, íbúð 2F, bjalla 6
Borgarnes
  • Arnarklettur 28, íbúð 301
Stykkishólmur
  • Tjarnarás 11
Reykjanesbær
  • Faxabraut 11, efri hæð, við hliðin á Hlévang. 230 Reykjanesbær